Örfá sæti laus á FEB námskeiðin sem eru að hefjast þessa dagana

Byrjendanámskeið á spjaldtölvur: Enn eru nokkur sæti laus á þessi 3 daga fríu tæknilæsis námskeið sem hefjast hér hjá FEB þann 10. janúar. Um er að ræða tvö aðskilin námskeið þar sem farið er yfir grunnþætti í notkun á Android spjaldtölvum annars vegar og Apple spjaldtölvum hins vegar.

Jafnframt eru nokkur sæti laus á námskeið í spænsku 2 (ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað) og spænsku 3 (ætluð þeim sem lengst eru komnir) en námskeiðin hefjast mánudaginn 10. Janúar. Hinn eini sanni Kristinn R. Ólafsson kennir. Byrjendanámskeið í spænsku er því miður löngu orðið fullt.

Örfá sæti eru laus í leikfimina sem heitir „Sterk og liðug“ en fyrsti tíminn var í gær 4. janúar. Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt þó fyrsti (og jafnvel annar) tíminn sé liðinn. Kennt er á þriðju- og fimmtudögum kl. 10:30 – 11:15

Skráning er langt komin á Íslendinganámskeiðið sem hefst föstudaginn 14. janúar en nú á vorönn mun Baldur Hafstað fara yfir Grettis sögu. Áfram mun kennslan fara fram í sal og í gegnum fjarvinnslukerfið ZOOM.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is