Nýjung í Stangarhylnum

Langar þig að prófa eitthvað nýtt?   Gæti Ballett Fitness fyrir 60+, verið eitthvað fyrir þig?

Ballett Fitness er nýung hjá FEB, en við höfum prufukeyrt þessa tíma frá því í ágúst s.l. og eru þátttakendur hreint út sagt yfirmáta ánægðir. En við þurfum fleiri þátttakendur til að geta haldið þessum tímum áfram. Ballett Fitness er nútíma útgáfa af klassískri ballett þjálfun, bætir og styrkir stoðkerfið, byggir upp styrk í kviðvöðvum og mjóbaki, þjálfar jafnvægið, tónar vöðvana, bætir líkamsstöðu og mótar líkamann. Æft er með klassískri og nútíma tónlist.
Ef þú ert að leita að öðruvísi æfingakerfi, ert með nostalgíu fyrir ballett sem þú stundaðir á yngri árum eða vilt finna nýtt listform til að tjá þig í gegnum, þá muntu elska Ballet Fitness æfingakerfið.
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 10. október.

Staðsetning: Í sal FEB í Stangarhyl 4.
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Uppbygging námskeiðs: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtudögum kl. 11:15-12:00 í 8 vikur.
Verð: 18.900 kr.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is