Ný námskeið að hefjast

Minnum á hin geysivinsælu Zumba Gold námskeið og Sterk og liðug sem byrja aftur í sal FEB í Stangarhyl 4, þriðjudaginn 24. ágúst. Um er að ræða 8 vikur í senn, þar sem leiðbeinandinn er Tanya Dimitrova.

Zumba Gold námskeið
Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri.
Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:30 – 10:30
Verð: 18.900

Sterk og liðug – leikfimi
Námskeið sem ætlað er dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda.
Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:30-11:15
Verð: 17.900

ATH – breytta tímasetningu námskeiða frá því í fyrravetur.

Skráning er hafin og fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.