Ný námskeið að hefjast hjá FEB á nýju ári – viltu ekki vera með?

Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn,

viljum vekja athygli á þeim námskeiðum sem eru að hefjast hjá FEB næstu daga:

  • Þriðjudaginn 10. janúar hefjast ný námskeið í leikfiminni „Sterk og liðug“ og í dansleikfiminni Zumba Gold.
  • Mánudaginn 16. janúar byrja námskeiðin í spænsku að nýju.
  • Föstudaginn 20. janúar hefjast ný námskeið í Íslendingasögum.  Á vorönn 2023 verður reyndar tekin fyrir Jómsvíkinga saga, sem er ekki íslendingasaga, en mjög áhugaverð og hefur haft mikil áhrif á þær.
  • Miðvikudaginn 25. janúar hefst svo nýtt námskeið í bókmenntaklúbbnum en nú á að taka fyrir bókina Bjargræði eftir Hermann Stefánsson.
  • Allir aðrir klúbbar munu byrja aftur nú strax í janúar ef þeir eru ekki núþegar byrjaðir.
  • Vert er að vekja sérstaka athygli á nýjasta klúbbnum okkar „Matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+“ sem mun byrja aftur snemma á nýju ári – þar munum við jafnvel bjóða upp á framhaldsnámskeið samhliða byrjendanámskeiðinu.
  • Önnur námskeið verða auglýst síðar.

Öll námskeiðin okkar eru haldin í húsakynnum FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.
Hægt er að finna nánari upplýsingar um öll þessi námskeið hér á heimasíðu FEB og tímasetningu í Viðburðadagatalinu.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is