Netöryggi í nýjum heimi

Í sumar bar töluvert á netsvikum sem fólust í því að netþrjótar tóku yfir aðganga fólks að Facebook og Messenger og sendu svikaskilaboð til fólks á vinalistanum, t.d. um að taka þátt í netleikjum. Tilgangurinn var að komast yfir greiðslukortaupplýsingar sem hægt er að nota til að svíkja út fé.  Af þessu tilefni báðum við Brynju Maríu Ólafsdóttur hjá Landsbankanum um að koma til okkar og fræða okkur um þessi svik og almennt um aðferðir netsvikara og hvernig við verjumst þeim.

Netið gefur okkur tækifæri á ýmis konar skemmtilegum samskiptum og það er oftast einfaldara að nota ýmis konar þjónustu á netinu, s.s. í bankaviðskiptum, netverslun og samskiptum við hið opinbera. En hvernig tryggjum við sem best öryggi okkar á netinu? Um þetta ætlar Brynja að fjalla.

Fræðslan fer fram í sal FEB Stangarhyl 4, miðvikudaginn 5. október, milli kl. 10.00 – 11.30 og er frítt inn fyrir félagsmenn FEB.

Forskráning er nauðsynleg og fer skráning fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111.
Nauðsynlegt er að skrá sig
sem allra fyrst eða í síðasta lagi þann 3. október.