Matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ sló í gegn fyrir áramót. Nýr hópur byrjar 30. janúar

Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum?
Langar þig að læra að elda einfaldan íslenska mat?
Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda?
Eða langar þig bara að koma og vera með?

Þá er matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+ eitthvað fyrir þig!
Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka þátt, bara að langa til að elda og/eða að læra að elda og að borða í góðum félagsskap. Leiðbeinandi er Kristján E. Guðmundsson sem er áhugakokkur á sama reki og þú og hefur ánægju af að elda og leiðbeina öðrum.

Klúbburinn verður starfræktur einu sinni í viku í sjö vikur, á mánudögum á milli kl. 17:30 – 20:00 í húsakynnum FEB í Stangarhyl 4. Við byrjum mánudaginn 30. janúar með upplýsingafundi, þar sem nánar verður farið yfir framkvæmdina og matseðill fyrir næstu sex tíma verður ákveðinn. Um er að ræða 7 vikna tímabil sem hefst mánudaginn 30. janúar og er því síðasti tíminn mánudaginn 13. mars.

Ummæli úr síðasta matarklúbb: „Frábær matur, skemmtilegur félagsskapur og dýrmæt kennsla í hvernig á að bjarga sér í eldhúsinu! Kristjan E Gudmundsson kenndi af þvílíkri fagmennsku og snilld. Takk fyrir mig“

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.

Komdu og vertu með – eða ef þú veist um einhvern sem þú heldur að hefði gaman af því að vera með – láttu hann endilega vita.