Loksins, loksins – dansleikirnir eru að byrja aftur!

Er ekki kominn tími til að dusta rykið af dansskónum?

Okkar geysivinsælu dansleikir hefjast að nýju n.k. sunnudag 5. september kl. 20:00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Við vitum að margir hafa beðið óþreyjufullir eftir þessari stund og vonumst því eftir góðri mætingum.

Við minnum á grímuskyldu og hvetjum alla til að fara eftir sóttvarnarreglum í hvívetna.

Allir velkomnir 🙂
Hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk FEB