Leyfum haustsólinni að ylja okkur og gleðjumst saman

Loksins fáum við tækifæri til að halda okkar sívinsælu sviðaveislu aftur, en hún fer fram í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 6. nóvember. Húsið opnar kl. 11.30 en borðhald hefst kl. 12.00. Múlakaffi töfrar fram svið, sviðasultu og með því. Snillingarnir Hilmar Sverrisson og Ari Jónsson sjá um tónlistaratriði. Svo verður spennandi að sjá hver verður veislustjóri 😊

Forskráning er nauðsynleg en henni lýkur föstudaginn 29. október. Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.
Aðgangseyrir er kr. 6.000.

Hlökkum til að sjá ykkur!