Leigufélag aldraðra – fyrsta skóflustunga

Þann 17. mars 2021  var fyrsta skóflustunga að íbúðum á vegum Leigufélags aldraðra hses tekin. Íbúðirnar eru við Vatnsholt 1-3 eða á svokölluðum Sjómannaskólareit. Um er að ræða 51 íbúð í tveimur 3ja hæða húsum með lyftu.
Íbúðirnar verða tilbúnar á þriðja ársfjórðungi 2022.
Heimasíða Leigufélags aldraðra er í vinnslu og fljótlega verður auglýst eftir umsóknum.

Á myndinni eru þau Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ólafur Örn Ingólfsson stjórnarformaður Leigufélags aldraðra og Ingibjörg Sverrisdóttir formaður FEB þegar fyrsta skóflustungan var tekin