Langar þig í söguferð til Færeyja?

Í framhaldi af fornsagnanámskeiðunum haustið 2022 verða farnar tvær fimm daga vorferðir til Færeyja í maí 2023, en í þessar ferðir eru allir áhugasamir velkomnir – ekkert skilyrði að hafa setið námskeiðið.

Um er að ræða tvær eins söguferðir með mismunandi dagsetningum þar sem gist verður í fjórar nætur á Hótel Hafnia í miðbæ Þórshafnar. Í Færeyjum verður farið á valda sögustaði sem tengjast Færeyinga sögu. Meðal annars verður ekið um Straumsey, yfir á Austurey, til Klaksvíkur og farin verður dagsferð til Sandeyjar. Mjög spennandi ferð í vændum!

Fararstjórar: Baldur Hafstað og Hjálmar Waag Árnason
Lengd ferðar: 4 nátta ferð
Dagsetningar: Ferð 1: 8. – 12. maí og Ferð 2: 15. – 19. maí
Verð: 205.000 kr. á mann í tvíbýli en 225.000 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Innifalið í verði er: flug með sköttum til og frá Færeyjum með Atlantic Airways, rúta í Færeyjum, leiðsögn, gisting í fjórar nætur á Hótel Hafnia, aðgangseyrir á ýmis söfn, bjórsmökkun á degi 2, ferja til Sandeyjar á degi 4, kvöldverður á degi 1, 2 og 3, morgunverður og hádegisverður á degi 2-4.

Við kynnum nýja leið til skráningar og greiðslu hjá FEB. Farið inn á netið og á slóðina: klik.is Þar eru til sölu miðar á hina ýmsa viðburði og ferðir m.a. umræddar Færeyjaferðir sem heita „FEB ferðir – Færeyjar – fyrri ferð“ og „FEB ferðir – Færeyjar – seinni ferð“. Smellið á þá ferð sem hentar ykkur og greiðið staðfestingagjaldið (sem er óendurkræft) og þá eru þið búin að staðfesta bókun 😊 Slóð á greiðslusíðu fyrir eftirstöðvar verður send með tölvupósti síðar.

Bókið HÉR

Þeir sem hafa ekki möguleika á að nýta sér þessa leið til að bóka ferðina, eiga ekki að hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni.

Bestu kveðjur,
starfsfólk FEB