Langar þig ekki að koma í notalega dagsferð á Suðurnesin með FEB-ferðum núna 24. maí?

Brottför frá Stangarhyl 4, kl. 9.00. Fyrsta stopp er hjá Kapellunni í Straumsvík en síðan liggur leiðin um Vatnsleysuströnd til Keflavíkur þar sem skoðaðir eru áhugaverðir staðir. Stoppað í safninu í Garði og hádegismatur snæddur í framhaldinu. Þá er ferðinni heitið m.a. í Hvalsneskirkju, Hafnir, Reykjanes og Gunnuhver ásamt fleiri spennandi stöðum. Stoppað í Grindavík þar sem boði verður upp á kaffi og með því. Áætluð heimkoma er um kl. 18.00.
Leiðsögumaður: Guðrún Eyjólfsdóttir
Verð: 16.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is

Ekki missa af þessari ferð