Kynning/fyrirlestur um erfðamál og erfðaskrár

FEB og Gísli Tryggvason lögmaður bjóða upp á frían fyrirlestur um erfðamál og erfðaskrár í sal FEB Stangarhyl 4, fimmtudaginn 30. september á milli kl. 15 – 16:30. Farið verður yfir almennar reglur erfðalaga um lögerfðir, skylduarf og hvenær helst er þörf á að gera erfðaskrá – svo sem þegar um er að ræða samsettar fjölskyldur. Einnig verður tæpt á reglum laga um skipti á dánarbúum o.fl. og laga um erfðafjárskatt. Boðið verður upp á spurningar og svör.

Gísli Tryggvason lögmaður hefur sérhæft sig í erfðamálum og hefur um árabil sinnt dánarbúskiptum og einkum freistað þess að fyrirbyggja ágreining um erfðir með gerð erfðaskrá og annarra erfðagerninga.

Forskráning er nauðsynleg og fer skráning fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111.