Ingibjörg H. Sverrisdóttir sjálfkjörin formaður FEB

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem haldinn var í Gullhömrum þann 8. mars 2022, var Ingibjörg H. Sverrisdóttir sjálfkjörin formaður FEB.

Á fundinum var kosið í stjórn og varastjórn, samtals sex manns.
Atkvæði greiddu 150 félagsmenn, þar af var eitt atkvæði ógilt

Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir:

Kári Jónasson með 113 atkvæði
Kolbrún Stefánsdóttir með 100 atkvæði
Sigurbjörg Gísladóttir með 85 atkvæði

Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þeir eru:

Viðar Eggertsson með 68 atkvæði
Halldór Frímannsson með 62 atkvæði
Jón Kristján Árnason með 19 atkvæði

Fyrir í stjórn sitja:

Ingibjörg Óskarsdóttir
Ólafur Örn Ingólfsson
Geir A. Guðsteinsson

Er þeim öllum óskað velfarnaðar í starfi.