Í ljósi nýjustu frétta

Við höfum haft það að leiðarljósi að skerða félagsstarf FEB sem minnst á þessum COVID tímum en samhliða höfum við gætt þess að fara að lögum og verið með ýtrustu sóttvarnir. En nú er svo komið að félagsstarf okkar er í algjöru lágmarki vegna hertra reglna. Það starf sem er enn innan leyfilegra marka eru enskunámskeiðin, bókmennta- og ljóðahópurinn, en annað félagsstarf er á bið þar til slakað verður á COVID reglunum. Við kappkostum að uppfæra reglulega viðburðardagatalið hér á síðunni, þar sem sjá má hvað er í gangi og/eða frestað á hverjum degi og hvetjum við félagsmenn að fylgjast vel með þar.

Við sendum ykkur hlýjar kveðjur og biðjum ykkur að huga vel að sál og líkama.
Með sól í sinni
Starfsmenn FEB