Húsavík , Ásbyrgi , Dettifoss, Mývatnssveit og Akureyri = Demantshringurinn

Nú er komið að  FEB-ferðunum okkar– ætlar þú ekki að koma með?

Ein af þessum skemmtilegu ferðum er Demantshringurinn sem farinn verður dagana 27. til 28. júní. Flogið verður snemma morguns til Akureyrar og þaðan ekið til Húsavíkur þar sem tekin verður skoðunarferð um staðinn. Þá er haldið fyrir Tjörnes í Ásbyrgi þar sem í boði verður hádegishressing og gengið inn að Botnstjörn. Haldið um nýja veginn að Hljóðaklettum og þaðan suður að Dettifossi. Eftir skoðunarferð að fossinum er ekið að Hótel Seli í Mývatnssveit þar sem snæddur verður kvöldmatur og gist um nóttina. Daginn eftir eru nokkrar af perlum sveitarinnar skoðaðar og eftir hádegissnarl er haldið að Goðafossi og síðan til Akureyrar. Fáum leiðsögn um áhugaverða staði á Akureyri og ökum um bæinn áður en haldið er aftur til Reykjavíkur með flugi um kvöldmatarleytið.
Innifalið er: flug, rúta, fararstjórn, gisting, matur og aðgangseyrir að söfnum ef það á við.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Verð: 88.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi en 98.000 ef gist er í einbýli (5.000 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is

Komdu með okkur – þetta verður mjög gaman