Hátíðakveðjur

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi ári. Starfmenn og stjórn félagsins þakka félagsmönnum fyrir einkar ljúf samskipti á árinu sem er að líða, við trúum að það sé að birta til og stefnum á kröftugt félagsár árið 2021.

Við viljum jafnframt vekja athygli ykkar á að skrifstofa félagsins er lokuð frá og með 23. desember og fram yfir áramót, en við komum hress til baka þann 4. janúar.

Innilegustu hátíðakveðjur