Framboðum til stjórnar FEB 2022 fjölgar

Eftir að uppstillingarnefnd FEB lauk störfum hefur framboðum til stjórnarkjörs á aðalfundi félagins 8. mars n.k. fjölgað.  Að auki þeirra sem fram komu í tilkynningu frá uppstillingarnefnd þann 22.02.2022 og sjá má í frétt hér á heimasíðu FEB, hafa eftirtaldir boðið sig fram:

Framboð til formanns stjórnar:

    • Þorkell Sigurlaugsson

Framboð til stjórnar

    • Viðar Eggertsson

Kynningar á öllum frambjóðendum koma inn á heimasíðu FEB eigi síðar en þriðjudaginn 1. mars.