Félagstíðindi FEB 2022 eru nú komin út

Þessa dagana er verið að dreifa nýjasta tímariti Félagstíðinda FEB til skilvísra greiðenda félagsgjalda. Margt spennandi efni er tekið fyrir í blaðinu m.a. ferðaáætlun FEB-ferða næstu mánuði, áhugaverð áhugamál eldra fólks, hvað segja flokkarnir nú þegar kosningar eru handan við hornið, húsnæðismál og margt margt fleira áhugavert.

Félagstíðindin er einnig hægt að nálgast rafrænt hér á heimasíðum FEB undir útgefið efni (einn flokkurinn í gráu línunni hér efst á síðunni).
Endilega nálgist blaðið þar ef þið hafið ekki séð það á pappír eða kjósið frekar rafræna formið 😊

Sumarkveðjur
Starfsmenn og stjórnendur FEB