FEB-ferðir kynna: Á Njáluslóðir með Guðna Ágústssyni þann 14. júlí

Undanfarin ár hefur þess ferð fengið afbragðs góða dóma!

Um er að ræða dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Fyrsti viðkomustaður í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Þaðan verður haldið að Odda á Rangárvöllum, áður en komið er í Hótel Fljótshlíð í Smáratúni, þar sem litast verður um og snædd kjötsúpa. Ekið að Hlíðarenda og yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Þá liggur leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið verður til Reykjavíkur.
Brottför frá Stangarhyl 4, kl. 9:00 þann 14. júlí
Verð: 17.500 kr.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is

Skelltu þér með okkur!