FEB-ferðir auglýsa aðventuferðir til Berlínar

Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur.

FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir bjóða enn og aftur upp á hinar geysivinsælu aðventuferðir til Berlínar um mánaðarmótin nóv/des. Um er að ræða tvær eins aðventuferðir með mismunandi dagsetningum þar sem gist verður á Park Inn á Alexanderplatz en á torginu er fallegur jólamarkaður. Í ferðunum er boðið upp á skoðunarferð um Berlín á áhugaverða og markverða staði og gönguferð á slóðir Stasi og kalda stríðsins sem og helfararinnar. Snæddur er sameiginlegur kvöldverður á hótelinu fyrsta daginn og jólakvöldverður með lifandi músík á þriðja degi. Einnig verðu farin dagsferð til Potsdam en sú ferð er valkvæð og ekki inní verði ferðar. Um er að ræða 4 nátta ferðir en sú fyrri verður farin dagana 26. til 30. nóv. 2023 og sú síðari dagana 10. til 14. des. 2023.

Fararstjóri er Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri Ferðum
Verð: 171.000 á mann í tvíbýli en aukagjald fyrir einbýli er kr. 38.000

Innifalið í verði er: Flug með sköttum, 20 kg taska, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4*hóteli í 4 nætur á einum besta stað í Berlín með morgunverði. Skoðunarferð um borgina í 4 klukkustundir, gönguferð um slóðir Stasi og kalda stríðsins sem og helfararinnar. Kvöldverður á hóteli fyrsta kvöldið og jólakvöldverður á skemmtilegum stað með lifandi tónlist. Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið og valkvætt: Heilsdagsferð til  Potsdam

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta og þarf að staðfesta bókanir fyrir 1. október 2023.

Nánari upplýsingar um skráningar í ferðirnar, eru veittar á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is