FEB dansleikirnir að hefjast að nýju

Næstkomandi sunnudagskvöld þ.e. 20. febrúar kl. 20:00 munum við byrja aftur með okkar geysivinsælu dansleiki í Ásgarði, sal félagsins að  Stangarhyl 4. Við vitum að margir hafa beðið óþreyjufullir eftir þessari stund og vonumst því eftir góðri mætingu. Þeir Ari og Hilmar iða í skinninu að spila fyrir ykkur að nýju.

Allir velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur,
starfsfólk FEB, Hilmar og Ari