FEB aðventuferð til Berlínar – já nú er komið að því!

FEB í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir bjóða upp á tvær 5 daga (4 nátta) aðventuferðir til Berlínar. Sú fyrri verður farin dagana 28. nóv. til 2. des. 2021 og sú síðari dagana 5. til 9. des. 2021
Fararstjóri
er Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri Ferðum.

Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur.

Dagur 1: Flogið frá Keflavík til Berlínar kl. 06.00 og lent í Berlin 10:45. Gist verður á hotel Park Inn sem er vel staðsett á miðju Alexanderplatz. Stuttur göngutúr með fararstjóra um nærumhverfi hótelsins. Afbragðs
veitingahús eru allt um kring sem og krár og knæpur.

Dagur 2: Fjögra klukkustunda skoðunarferð með fararstjóra um Berlín þar sem markverðustu staðir eru skoðaðir – af miklu er að taka. Um kvöldið er farið sameiginlega út að borða á skemmtilegum veitingastað í
vestur hluta Berlínar.

Dagur 3: Árla morguns er lagt af stað til jólaborgarinnar, sem og einnar glæsilegustu Barokk borgar landsins hinnar ægifögru Dresden. Um valkvæða dagsferð er að ræða en hún verður án efa ógleymanleg.

Dagur 4: Eftir að farþegar hafa notið morgunverðar er í boði að fara í áhugaverða gönguferð á slóðir Stasi og fleira spennandi. Síðdegið frjálst. Um kvöldið förum við saman á ekta þýskan stað með þríréttaðan
jólamat að hætti Þjóðvera og með dynjandi þýskum slögurum.

Dagur 5: Frjáls dagur og t.d. tækifæra að líta í hinar fjölmörgu verslanir, sem eru á næsta leiti við hótelið áður en brottför er þaðan kl. 18 – hagstætt verðlag er í Berlín. Flogið heim til Íslands kl. 21.15 og lent um
miðnætti.

Verð: 129.800 á mann í tveggja manna herbergi. Verð reiknað á núverandi gengi.
Innifalið: Flug, gisting með morgunmat, akstur til og frá flugvelli, gönguferðir, jólakvöldverður, skoðunarferð í 4 klukkustundir um Berlín og íslensk fararstjórn.
Valkvætt: Ferð til Dresden sem kostar kr 8.900 á mann, lágmark 20 manns.

Skráning er hafin og fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.
Staðfesta þarf bókun með innborgun innan við viku frá bókun.

Athugið: Félagið áskilur sér rétt til að fella niður ferðina vegna ónógrar þátttöku eða af öðrum ástæðum