Enskan byrjar aftur!

Hin geysi vinsælu enskunámskeið byrja aftur mánudaginn 1. mars. Um er að ræða ensku fyrir byrjendur og lengra komna, þar sem áherslan er á talað mál. Lagt er upp með að námið sé hagnýtt og fólk nái að bjarga sé á spjalli, með minni áherslu á málfræði. Kennt er tvisvar sinnum í viku í fjórar vikur.
Sjá nánari tímasetningu í viðburðardagatalinu hér á heimasíðu FEB.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is
Hvetjum þig til að skrá þig sem fyrst.