Eldra fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi

Landssamband eldri borgara (LEB), í samvinnu við aðildarfélög sín, hefur útbúið einblöðung þar sem fram koma áhersluatriði eldra fólks fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þessi áhersluatriði getur hvert og eitt aðildarfélag heimfært og aðlagað eftir því sem hentar hverju sveitarfélagi, í baráttu sinni við að ná til eyrna frambjóðenda.

Áhersluatriðin eru eftirfarandi og þau má nálgast nánar HÉR:

Tryggjum fjárhagslegt sjálfstæði
Lágmarkslífeyrir fylgir lágmarkslaunum

Húsnæðismál eru skipulagsmál
Fjölbreytt búseta eldra fólks

Litlar íbúðir sem tengjast þjónustu og samveru
Lífsgæðakjarnar svara kröfu um öryggi og samveru

Kröftugt heilsuátak meðal eldra fólks
Heilsugæslan verði miðstöð heilsueflingar sveitarfélaga

Eru okkar elstu bræður og systur afgangsstærð?
Fórnarlömb reksturs hjúkrunarheimila

Drögum úr húsnæðiskostnaði eldra fólks
Afsláttur af fasteignagjöldum

Festa öldungaráð í sessi
Öldungaráð