“Ég man þá tíð”

Er ekki kominn tími til að gera sér glaðan dag?

FEB hefur fengið þá Örn Árnason og Jónas Þórir píanóleikara til fara með okkur í skemmtilegt fortíðarflug í tali og tónum. Mörg af þekktum íslenskum dægurlögum eiga uppruna sinn í revíum fyrri tíma, en kapparnir ætla að rifja upp þessar perlur í sal FEB í Stangarhyl 4 dagana 14. og 15. október. Við leggjum upp með að eiga notalega og skemmtilega stund saman með ”kaffihúsastemningu” þar sem hægt verður að kaupa sér fljótandi veigar.
Skemmtunin verður báða dagana frá kl 17.00 til 18.30 og kostar einungis 3.500 kr. inn á gleðina.

Forskráning er nauðsynleg og fer skráningin fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.

Hlökkum til að sjá ykkur!