Demantshringurinn – taka tvö

Þar sem ferðin „Heilsað upp á Þingeyinga (Demantshringurinn)“ sem fara átti í lok maí – féll niður vegna veðurs, höfum við ákveðið að bjóða aðra samskonar ferð dagana 1.til 2. sept.

Flogið er til Akureyrar klukkan 7:10 með Icelandair og þaðan ekið til Húsavíkur þar sem tekin verður skoðunarferð um staðinn. Þá er haldið fyrir Tjörnes í Ásbyrgi og gengið inn að Botnstjörn. Hádegishressing á Vegg. Haldið að Hljóðaklettum og þaðan suður að Dettifossi. Eftir skoðunarferð að fossinum er ekið að Hótel Seli í Mývatnssveit þar sem gist er um nóttina og snæddur kvöldverður. Daginn eftir eru nokkrar af perlum sveitarinnar skoðaðar og eftir hádegissnarl er haldið að Goðafossi. Að lokum liggur leiðin aftur til Akureyrar þar sem tekin verður skoðunarferð um bæinn áður en flogið er til Reykjavíkur klukkan 19:30.
Innifalið er flug, rúta, fararstjórn, gisting, matur og aðgangseyrir að söfnum ef það á við.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Brottför og tími: Reykjavíkurflugvöllur, brottför 7:10 – mæting 45 mín. fyrir
Verð: Kemur síðar (höfum ekki fengið öll verð staðfest)

Til að bóka ykkur í ferðina, vinsamlegast sendið póst á netfangið feb@feb.is (sem verður svarað um miðjan ágúst). Við tökum ekki á móti bókunum í síma (588 2111) eða á skrifstofu FEB fyrr en eftir 13. ágúst, þar sem skrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa til 14. ágúst – en þá afgreiðum við ykkur með bros á vör 😊