Dagsferð til Vestmannaeyja og tveggja daga ferð í Borgarfjörð

Vegna mikillar eftirspurnar bjóða FEB ferðir í öðru sinni nú í sumar, upp á dagsferð til Vestmannaeyja. Farið verður miðvikudaginn 25. ágúst og auðvitað eru það þau Kári Jónasson og Gerður G. Sigurðardóttir sem sjá um leiðsögnina. Síðasta ferð var einstaklega vel heppnuð þar sem veðrið lék við okkur eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt.

Við viljum einnig vekja athygli á að vegna forfalla, eru örfá sæti laus í haustlitaferðina í Borgarfjörð dagana 12. til 13. september. Um er að ræða tveggja daga huggulegheita ferð, þar sem heimsóttir verða ýmsir áhugaverðir staðir og gist á góðu hóteli, með flottum mat og drykk.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.