Byrjendanámskeið í tæknilæsi

FEB í samvinnu við Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar býður félagsmönnum upp á frítt þriggja daga námskeið í tæknilæsi vikuna 5. til 9. júlí. Eingöngu er um að ræða spjaldtölvunámskeið þar sem kennt er annars vegar á Android kerfið og hins vegar á Apple. Þeir sem ekki eiga eigið tæki en hafa áhuga á því að skrá sig og prófa, geta fengið lánstæki hjá Velferðartæknismiðjunni.

Hámarksfjöldi á hvort námskeið er 10 manns. Forskráning er nauðsynleg og biðlum við til hvers og eins að vera alveg öruggur um mætingu við skráningu, þar sem um svo fá sæti er að ræða.

Dagsetning:
Mánudag, þriðjudag og fimmtudag
09:00 – 12:00 ANDROID
13:00 – 16:00 APPLE

Skráning fer fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111