Aðalfundur FEB 2022 – tillögur að lagabreytingum

Tvær tillögur stjórnar að breytingum á lögum félagsins

A. Niðurfelling ákvæðis um endurskoðaða ársreikninga

Tillagan: Orðin „endurskoðaðir og“ í staflið C) í grein 6.5, Dagskrá aðalfundar, verði felld út.
Stafliðurinn nú: C) Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar félagsins ásamt fjárhagsáætlun rekstrarársins.
Eftir breytingu: C) Lagðir fram áritaðir ársreikningar félagsins ásamt fjár-hagsáætlun rekstrarársins.

Greinargerð:
Tillagan er samkvæmt ábendingum frá endurskoðendum félagsins, sem bent hafa á að í landslögum er engin krafa um endurskoðun reikninga fé-lagasamtaka eins og FEB. Í þessum staflið í grein um dagskrá aðalfundar kemur samt fram krafa um endurskoðaða reikninga, sem hefur í för með sér umtalsverðan aukakostnað fyrir félagið.

Rétt er að vekja athygli á því að í 4. gr. félagslaganna um ársreikninga er þess krafist að ársreikningarnir séu „áritaðir af löggiltum endurskoðanda, kjörnum skoðunarmönnum og stjórn félagsins …“ Með því ákvæði er að-koma löggilts endurskoða að frágangi reikninganna tryggð, þótt ekki verði þar til viðbótar um að ræða sérstaka endurskoðun með tilheyrandi kostnaði.

B. Niðurfelling ákvæðis um að árgjald til LEB skuli ákveðið á aðalfundi

Tillagan: Stafliður I) í grein 6.5, Dagskrá aðalfundar, falli út. Liðurinn „Önnur mál“ næst þar á eftir verði
stafliður I).

Greinargerð:
Umræddur stafliður í gildandi lögum er svohljóðandi: I) Afgreiðsla tillögu stjórnar um árgjald til Landssambands eldri borgara, LEB ef um aðild er að ræða.

Ákvæðið í þessari mynd á sér ákveðnar sögulegar skýringar. En um langt árabil hefur árgjaldið til LEB verið ákveðið af landsfundi Landssambandsins en ekki af aðalfundum aðildarfélaganna. Ákvæðið getur því ekki átt við lengur og er því lagt til að það verði tekið út.

19. febrúar 2022,
F.h. stjórnar FEB
Finnur Birgisson
Formaður laganefndar