Aðalfundur FEB 2. mars og lokun skrifstofu á meðan

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 2. mars, kl. 14:00.

Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins

A. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
B. Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
C. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar félagsins ásamt fjárhagsáætlun rekstrarársins.
D. Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning og fjárhagsáætlun.
E. Lagabreytingar
F. Kosningar:
     –  Kl.14:30 Kosning þriggja manna í stjórn og þriggja varamanna sbr. grein 5.2.
     –  Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga og eins til vara.
G. Afgreiðsla tillagna og erinda sem lögð hafa verið fyrir fundinn.
H. Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2023.
I.   Önnur mál.

Skrifstofa FEB verður lokuð frá kl. 12:00 fimmtudaginn 2. mars vegna aðalfundar félagsins.