Hefur þú áhuga á að vera fulltrúi FEB á landsfundi LEB?

Ágæti félagsmaður
Þann 30. júní n.k. mun Landssamband eldri borgara (LEB) halda landsfund. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur rétt á að senda 43 fulltrúa á þennan landsfund og að auki þurfa að vera til taks varamenn. Landsfundurinn verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Hagatorg og mun væntanlega standa frá kl. 10.00 – 18.00.
Áhugasamir félagsmenn FEB eru hvattir til þátttöku. Vinsamlegast vertu í sambandi við skrifstofu FEB, með því að hringja í síma 5882111, senda tölvupóst á feb@feb.is eða mæta á skrifstofuna, ef þú hefur áhuga. Eingöngu fulltrúar félaganna með gilt kjörbréf útgefnum af stjórnum sinna félaga, hafa rétt á setu á landsfundi LEB.
Við hlökkum til að heyra frá þér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *