Viðbótarsæti í Færeyjaferðina 24. – 30. október – Uppselt / biðlisti að nýju –

Vegna mikil áhuga höfum við náð samkomulagi um viðbótarsæti í Færeyjaferðina. Sama góða verðið. Einstök ferð á einstöku verði. Bókun á feb@feb.is / síma 5882111.
Fararstjórn: Gísli Jafetsson og Steinþór Ólafsson bílstjóri.
Dagur 1.  Miðvikudagur 24 okt.
Lagt af stað frá FEB við Stangarhyl kl. 07.00. Ekið norður leiðina og fyrsta stopp í Staðarskála. Næsta stopp verður í Varmahlíð og komið til Akureyrar um kl. 12.00 og stoppað í hádegismat. Næst er stoppað í að Skútustöðum og þar næst á Skjöldólfsstöðum  í Jökuldal. Þaðan er svo ekið til Seyðisfjarðar. Norröna siglir svo kl. 20.00 til Þórshafnar.
Dagur 2.  Fimmtudagur 25. okt.
Við komum til Þórshafnar um kl. 15.00 og þaðan er farið beint á Hótel Hafnía og kvöldverður á hótelinu um kl. 19.00. Frjáls tími til að skoða Þórshöfn.
Dagur 3.  Föstudagur 26. okt.
Kl. 10.00 er lagt af stað til Eiði og þaðan Gjugv framhjá Slattartind sem er hæsta fjall Færeyja.  Þar er möguleiki á hádegisverði. Þaðan er svo ekið til Klaksvik og Kirkju. Við komum svo aftur á hótelið ca kl. 17.00 og kvöldverður um kl. 19.00.
Dagur 4.  Laugardagur 27. okt.
Kl. 10.00 er farið norður til Gasadal. sem er fámennasta byggðin í Færeyjum aðeins 150 manns sem búa þar í dag.
Dagur 5.  Sunnudagur 28. okt.
Núna er farin bæjarferð um Þórshöfn. Bæði akandi og gangandi.
Dagur 6.  Mánudagur 29. okt. 
Mæting um borð í Norrönu kl. 12.00 en skipið leggur af stað til Íslands kl. 14.00. Kvöldverður um borð í Norrönu kl. 19.00.
Dagur 7.  Þriðjudagur 30. okt.
Komið til Seyðisfjarðar kl. 10.00 og þaðan er svo ekið til Reykjavíkur. Stoppað í hádeginu á Djúpavogi og fáum okkur næringu. Næst er stoppað í Freysnesi (Skaftfelli) og seinasta stoppið í Vík. Komið til Reykjavíkur ca. kl. 20.00.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskránni ef þurfa þykir og til bóta fyrir farþega.
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *