Velkomin á nýja heimasíðu FEB

Nýja síðan er aðgengilegri, notendavænni og myndrænni en sú sem fyrir var og til þess gerð að hún þjóni félagsmönnum FEB betur. Síðunni er þannig stillt upp að nýjustu fréttirnar eru birtar efst og þar fyrir neðan er starfsemi félagsins skipt í þrjá grunnflokka: Hagsmuna- og réttindamál, félagsstarf og ferðalög. Undir hverjum grunnflokki eru síðan nokkrir undirflokkar.

Neðar eru birtir þeir viðburðir sem næstir eru í tíma á dagskrá FEB, slóð inn á viðburðardagatalið og neðst eru síðan upplýsingar um leigu á sal félagsins. Á síðunni er síðan gert ráð fyrir auglýsingabirtingum.

Almennar upplýsingar um félagið, opnunartíma, eldri fréttir o.s.frv. eru nú aðgengilegar allra efst á síðu en hluti þeirra upplýsinga auk heimilisfangs eru líka allra neðst á síðu.

Við erum afskaplega stolt af nýju heimasíðu FEB og vonum að hún þjóni vel þínum hagsmunum.