TÖLVUPÓSTUR TIL FÉLAGSMANNA

Ágæti félagsmaður
Starfsemi FEB – nokkur atriði;

Námskeið um Íslendingasögur hefst þann 20. september
Nú er komið að hinni sígildu Laxdælu, sögunni sem hefst með frásögn af ævintýraferð Unnar djúpúðgu í útnorðurátt frá Skotlandi; og endar kynslóðum síðar á Helgafelli með eftirminnilegu samtali Guðrúnar Ósvífursdóttur og sonar hennar, Bolla Bollasonar.
Kennari sem fyrr: Baldur Hafstað. Námskeiðið hefst þann 20. september og stendur í 10 vikur; því lýkur 22. nóvember. Kennt er alla föstudaga frá kl. 13 til 15. Kaffi, meðlæti og samvera í hléi.
Hið vinsæla ferðalag á söguslóðir verður kynnt síðar.
ZUMBA Gold – byrjun – enn eru laus pláss
8 vikna Zumba Gold á sama verði og síðast 16.900 kr. Á mánu- og fimmtudögum kl. 9.20 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hentar jafnt konum sem körlum.
Verð kr 16.900. Bókun á feb@feb.is og 5882111
STERK OG LIÐUG – æfingar og teygjur dömur og herra eldri en 60 ára á mánudögum og fimmtudögum kl. 11.30 – 12.15 – enn eru laus pláss – verð 15.900 kr.
Sterk og liðug er námskeið fyrir dömur og herra eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Byrjað er á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og liðka okkur. Þetta námskeið verður sérsniðið fyrir fólk á besta aldri, sem er ungt í anda, en hefur ekki lengur líkama til að stunda hefðbundna líkamsrækt. Við þurfum að halda áfram að hreyfa okkur með hækkandi aldri til þess aðviðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.
DANS alla sunnudaga kl. 20.00 í Stangarhylnum
Hljómsveit hússins. Góð skemmtun í skemmtilegum félagsskap. Opið öllum bara að mæta, miðasala við innganginn.
SKÁK alla þriðjudag kl. 13.00
Skákin byrjar sitt hauststarf í salnum 3. september kl. 13.00. Allir velkomnir sem peði geta valdið. Bara að mæta og njóta samverunnar, kaffi og meðlætis.
Gönguhópur alla miðvikudag kl. 10.00 frá Stangarhylnum. Kaffi og rúnstykki á eftir.
Bókmenntahópur undir styrkri stjórn Jónínu Guðmundsdóttur byrjar 26. september kl. 14.00.
Allir velkomnir í hópinn. Skráning á feb@feb.is / síma
5882111
Ljóðahópur byrjar sitt starf 19. september kl. 14.00.
KÓRINN hefur sitt vetrarstarf 18. september kl. 16.30. Stjórnandi sem fyrr Gylfi Gunnarsson.
Ferðir erlendis í haust og vetur;
Færeyjar 7 daga ferð 16. – 22. október með nánast öllu inniföldu. Fullbókað.
Fyrirspurnir og annað tengt ferðinni skal sendast á hotel@hotelbokanir.is
Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar – fjórar ferðir í lok nóvember og byrjun desember 2019. Bókun á hotel@hotelbokanir.is
Félagsstarfið fer fram í húsnæði FEB að Stangarhyl 4.
Með félagskveðju,
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Stangarhyl 4, 110 Reykjavik

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *