Tölvupóstur til félagsmanna

Ágæti félagsmaður

Nú er það heilsan og hreyfingin – það sem er í boði hjá félaginu.

STERK OG LIÐUG leikfimi námskeið hófst mánudaginn 26. ágúst – laus pláss.
Verður kl. 11.30 til 12.15 á mánu- og fimmtudögum. Verð fyrir þetta námskeið er aðeins kr 15.900 í 8 vikur. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111
Námskeið fyrir dömur og herra eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir verða sérsniðnar að þörfum þátttakenda. Tímarnir munu byrja á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og liðka okkur. Eftir það gerum við léttar rólegar styrkjandi æfingar með það sem markmið að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu, minnka bakverki, verki í hnjám og mjöðmum.

ZUMBA Gold byrjendur hófst 26. ágúst – enn pláss í skemmtilegum hóp
8 vikna Zumba Gold á sama verði 16.900 kr. Á mánu- og fimmtudögum kl. 9.20. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111
Zumba Gold notar sömu formúlu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Þú getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt þér konunglega í leiðinni. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Hentar jafnt konum sem körlum.
ZUMBA Gold framhald hófst 26. ágúst – fullbókað
Gönguhópur alla miðvikudaga kl. 10.00 frá Stangarhylnum. Kaffi og rúnstykki á eftir.
Bara að mæta.

DANS alla sunnudaga kl. 20.00 í Stangarhylnum
Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. Góð skemmtun í skemmtilegum félagsskap.
Opið öllum bara að mæta, miðasala við innganginn.
SKÁK 
Ekki má gleyma heilaleikfiminni. Teflt er alla þriðjudaga kl. 13.00.
Byrjar aftur í Stangarhylnum 3. september n.k.. er bara hluti af því sem í boði er hjá FEB. 

Kynnið ykkur hið öfluga starf félagsins á feb.is / Facebook síðu

Félagsstarfið fer fram í húsnæði FEB að Stangarhyl 4
Bílastæði og greiðar strætisvagnasamgöngur

Með félagskveðju,

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *