Tölvupóstur á leið til félagsmanna 22. mars 2019

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Aðalfundur FEB var haldinn 19. febrúar s.l. Á fundinum var kosin ný stjórn og er Ellert B. Schram endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir stjórnarmenn eru Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður, Guðrún Árnadóttir gjaldkeri, Ólafur Ingólfsson ritari og meðstjórnendur eru Finnur Birgisson, Róbert Bender og Þorbjörn Guðmundsson. Varamenn eru Kári Jónasson, Sjöfn Ingólfsdóttir og Margrét Hagalínsdóttir. Framkvæmdastjóri FEB er sem fyrr Gísli Jafetsson. Ársreikning síðasta árs er að finna hér.
Ferðir sumarið 2019 á vegum FEB – allt bókanlegt á feb@feb.is / síma 5882111 
31. maí – 1. júní Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes
Stundum sagt eitt fallegasta svæði landsins. 100 ára afmæli skólans á Bifröst þar sem komið verður við. Gisting á Hótel Stykkishólmi. Fararstjóri og leiðsögumaður Kári Jónasson.
11. – 14. júní Vestfirðir
Söguferð
í tengslum við lestur Íslendingasagna 11. – 14. júní – uppselt biðlisti – Farið um sögusvið Vestfjarða. Gisting á Reykjanesi, Ísafirði og Patreksfirði. Skipuleggjendur Magnús S. Sædal, Baldur Hafstað og Gísli Jafetsson.
2. júlí Vestmannaeyjar
Dagsferð með rútu og nýja Herjólfi. Skoðunarferð um Suðurland og Vestmannaeyjar. Söfn og saga. Leiðsögn og matur. Fararstjóri Kári Jónasson. Verð kr 15.500.
10. – 13. ágúst Ferð um Sprengisand í Fjörðu, Flateyjardal og Tröllaskaga
Fimmta árið í röð sem við höldum á þessar slóðir með ferð yfir Sprengisand sem fáir hafa farið um. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. Gisting á Hótel Eddu, Akureyri. Leiðsögumenn Gísli Jónatansson og Gísli Jafetsson. Verð kr. 105.000 í tvíbýli.
8. ágúst Fjallabaksleið nyrðri
Ferðin tekur heilan dag og fer eftir ástandi vega og vegaslóða enda erum við þar sem náttúran er hvað hreinust og fegurðin hvergi fegurri. Fararstjóri Kári Jónasson. Verð kr. 16.000.
4.- 5. september Töfrar Suðurlands að Breiðamerkurlóni
Tveggja daga ferð. Gisting á Smyrlabjörgum. Fararstjórar og leiðsögumenn Kári Jónasson og Steinþór Ólafsson. Verð um 39.000 kr fyrir félagsmenn.
Ný námskeið í vor skráning á feb@feb.is / síma 588 2111
„Hvernig er eiginlega hægt að lesa allar þessar bækur?“
Hraðlestarnámskeið –
3 skipti. Fyrst 3. apríl kl. 14.00 – 16.00. 2 klukkustundir í hvert sinn. Leiðbeinandi Ólafur Haukur Johnson. Verð á mann er kr. 6000.
¿Quieres hablar Español? Spænskunámskeið
Í samvinnu við Spænskuskólann Háblame setjum við upp skemmtileg spænskunámskeið fyrir byrjendur hér í Stangarhylnum. Kennarar eru Jakobína Davíðsdóttir og Carmen Nogales. Áhersla er á meira mas og minni málfræði. Námskeiðinu lýkur svo með tapassmakki. Námskeiðið stendur í 4 vikur og hefst 10. maí kl. 13.00. Kennt verður vikulega á föstudögum kl. 13.00. Verð á mann er kr. 10.000.
Afsláttarbók FEB
Ný Afsláttarbók ásamt nýju félagsskírteini er á leið til ykkar. Kynnið ykkur innihald bókarinnar og nýtið afslættina sem verslanir og þjónustuaðilar í bókinni veita, með því að sýna félagsskírteinið.
Félagstíðindi
1. tbl. 2019 fer í dreifingu í byrjun maí. Ef það er ehv sem þið félagsmenn viljið koma á framfæri í blaðið eða viljið að fjallað verði um, þá sendið okkur línu á feb@feb.is

Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara – þættir FEB á Hringbraut
Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hóf göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 5. mars s.l. og verður á dagskrá vikulega á þriðjudögum kl. 20.30 fram í maí. Þáttastjórnandi er sem fyrr Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur hér á síðunni og á Facebook. Þeir sem misstu af fyrri þáttum geta horft á þá HÉR
Landsfundur LEB – Landssambands eldri borgara verður haldinn hér hjá FEB þann 10. og 11. apríl. FEB kallar eftir áhuga og uppástungum meðal félagsmanna um fulltrúa á landsfundinn Látið vita af áhuga ykkar til setu á landsfundi LEB með tölvupósti á feb@feb.is / síma 5882111
Vekjum athygli á þessum ferðum – bókanir eru hafnar;
Færeyjar og hringferð um Ísland 16. – 22. október 2019
Það tókst svo glæsilega vel til síðasta haust að við endurtökum leikinn og það næstum alveg eins. Keyrum á Seyðisjörð og siglum með Norrænu. Fararstjórar: Gísli Jafetsson og Steinþór Ólafsson bílstjóri. Bókun á feb@feb.is / síma 5882111.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar í nóv.- og des 2019
Á dagskrá nú eru fjórar Aðventuferðir dagana 17.-20.11.  24.-27.11., 1.-4.12. og 8.-11.12. Verð pr. mann er kr. 128.700 m.v. gistingu í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli er 23.900 kr Innifalið eru flug, skattar, gisting m/morgunverði, rútuferðir og kvöldverðir Þátttakendur geta greitt hluta ferðakostnaðar með punktum Greiða þarf 20.000 kr. staðfestingargjald pr. mann við pöntun Nánari upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu FEB síma 5882111. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hotel@hotelbokanir.is og spyrjast fyrir um einstök atriði er varðar fararstjórn og ferðatilhögun.
Ferð til Pétursborgar 14. maí 2019    Fimmta ferðin til Helsinki og Pétursborgar á vegum FEB er fullbókuð.
Ertu á leið í flug? – afsláttarsamningur FEB og BaseParking Þar sem við vitum að mörg ykkar eru á faraldsfæti þessa dagana þá viljum við vekja athygli á samningi FEB við BASEPARKING í flugstöðinni í Keflavík. Þjónusta BaseParking virkar þannig að við hittum viðskiptavininn beint fyrir utan flugstöðina, þar tekur merktur starfsmaður á móti viðskiptavininum. Svo er bíllinn afhentur fyrir utan komusalinn við heimkomu. Pantanir fara fram á www.baseparking.is Spurningum er svarað í síma 8542000 eða á netfanginu baseparking@baseparking.is
Með kveðju,

Stangarhyl 4, 110 Reykjavík Sími 5882111 www.feb.is feb@feb.is
© 2019 FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *