Stefna núverandi stjórnarflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna 2017

MÁLEFNI ELDRA FÓLKS
Vinstri hreyfingingrænt framboð
Sjálfstæðisflokkurinn
Framsóknarflokkurinn


 
Vinstri hreyfingingrænt framboð
• Upphæðir almannatrygginga fylgi launaþróun.
• Eldri borgurum sé gert kleift að stunda atvinnu svo lengi sem þeir hafa vilja og starfsgetu til þess.
• Þeim sem eru utan vinnumarkaðar þarf að tryggja framfærslu án skilyrða.
Katrín Jakobsdóttir www.kjosturett.is fyrir kosningar 2017
Sjálfstæðisflokkurinn
• Hækkun frítekjumarks atvinnutekna strax í 100 þúsund á mánuði
• Sveigjanleg starfslok
• Sjálfstætt líf á eigin heimili
• Sérstakt átak í fjölgun hjúkrunarheimila
Bjarni Benediktsson www.kjosturett.is fyrir kosningar 2017

Framsóknarflokkurinn
Framsókn vill stórátak í byggingu á þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða Framsókn vill 300 nýjar íbúðir fyrir aldraða á ári
Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfest fyrir 10 milljarða árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum þjónustu- og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða í þeim sveitarfélögum sem þörfin er brýnust.
Framsókn vill afnema frítekjumarkið af atvinnutekjum eldri borgara.
Framsókn vill setja 1 milljarð í aukna niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði aldraðra
Sigurður Ingi www.kjosturett.is v/kosninga 2017

Hvernig eru efndirnar?
Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar;
„Frítekjumark atvinnutekna aldraðra verður hækkað í hundrað þúsund krónur strax um næstu áramót…….Gjaldskrá vegna tannlækninga aldraðra og örorkulífeyrisþega verður uppfærð til að lækka kostnað þessara hópa. „

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *