Margir hringja og koma og spyrja FEB hvaða áhrif nýir kjarasamningar hafa á afkomu / lífeyri eldra fólks?
Á vef forsætisráðuneytisins er þessar upplýsingar að finna;
42 aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningum
Heildarumfang á samningstímabilinu 80 milljarðar.
Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði.
Samanlagt geta breytingar á tekjuskattskerfi og barnabótum aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu um allt að 411 þúsund krónur á ári.
Víðtækar aðgerðir í húsnæðismálum og uppbygging félagslegs húsnæðiskerfis.
Dregið úr vægi verðtryggingar og ný neytendalán miðist við vísitölu án húsnæðisliðar.
Markvissar aðgerðir gegn félagslegum undirboðum.
Barnabætur verði hækkaðar um 16% og dregið úr skerðingum barnabóta fyrir tekjulægri en skerðingarmörk fara þá frá árinu 2018 úr 242 í 325 þúsund krónur.
Heimild til að ráðstafa megi 3,5% lífeyrisiðgjalds skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Sambúðarfólk með samtals 650.000 í mánaðarlaun gæti svo dæmi sé tekið valið að nýta 273.000 krónur árlega skattfrjálst til öflunar húsnæðis.
Óverðtryggð íbúðalán verði valkostur fyrir alla tekjuhópa.
Heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán framlengd í tvö ár.
Ríki og sveitarfélög munu stuðla að verðstöðugleika með því að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5% árið 2020 og minna ef verðbólga er minni.