Ný námskeið frá 9 mars 2020

8-vikna Zumba Gold fyrir styttra komna kl. 9.20 til 10.20 á mánu- og fimmtudögum, verð 16.900 kr.
8-vikna Zumba Gold fyrir lengra komna kl. 10.30 til 11.30 á mánu- og fimmtudögum, verð 16.900 kr.
8-vikna STERK og LIÐUG námskeið kl. 11.30 til 12.15 á mánu- og fimmtudögum, verð 15.900 kr.
Skráning í síma 588-2111 eða á feb@feb.is.
Tanya frá Heilsuskóla Tanyu kennir Zumba Gold fyrir lengra komna og Zumba Gold sér-námskeið fyrir styttra komna í FEB í Stangarhyl 4, sem eru fyrir dömur og herra 60 ára og eldri.
Zumba Gold er dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Fólk getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt sér konunglega í leiðinni. Fólk öðlast betri líkamsstöðu og meiri úthald. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Í Zumba Gold hjá Tönyu lærir fólk öll grunnsporin og samhæfingu í dansinum. Fólk lærir Salsa, Merengue, Reggaeton, Cumbia, Disco, magadans, Bollywood, Reggae, Cha-cha-cha og fl. Kerfin henta jafnt konum sem körlum.
Tanya kennir líka námskeið sem heitir Sterk og Liðug, sem hún hefur sjálf þróað frá grunni. Námskeiðið er ætlað dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda. Þeir byrja á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina. Eftir það eru gerðar  léttar rólegar styrkjandi æfingar í því markmiði að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu og minnka verki í baki, hnjám og mjöðmum. Í tímunum eru notaðir lítlir Pilates boltar, teygjur með handföngum og létt handlóð.
Í lok tímans fylgja árangursríkar teygjur á meðan líkaminn er ennþá heitur til að lengja vöðvana og vinna gegn gigtarverkjum. Þetta námskeið er sérsniðið fyrir fólk á besta aldri, sem er ungt í anda, en hefur ekki lengur líkamlega getu til að stunda hefðbundna líkamsrækt. Fólk getur ennþá stundað markvissa þjálfun án þess að ofreyna liðamótin. Allir þurfa á því að halda að hreyfa sig með hækkandi aldri til þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *