Minnum á kynningarfundinn með fararstjórum n.k. mánudag 4. mars n.k. kl. 16.00 í Stangarhyl 4. Við munum fræða ykkur um borgina og tilhögun ferðarinnar og svara spurningum. Jafnframt munum við segja frá hvað er í boði í listaheiminum þá daga sem við erum í borginni og kanna hug ykkar til að fara á ballet og eða óperu.Annað til velta fyrir sér – hvort þið viljið fara í rútu héðan frá Stangarhylnum (og til baka) til Keflavíkurflugvallar?
Við biðjum ykkur að koma með vegbréfin ykkar á fundinn.