Íslendingasögu / fornsagnanámskeiðið hefst föstudaginn 19. janúar kl. 13.00

Íslendingasögunámskeiðið verður á hverjum föstudegi í tíu vikur kl. 13.00-15.00 með góðu kaffihléi. Kennari: Baldur Hafstað. Í lok hvers námsekiðs er farið í ferð á söguslóðir viðkomandi sögu. Í vor verður farið í þriggja daga ferð um Svarfaðardal og Eyjafjörð.

Á fyrri hluta námskeiðs verður Víga-Glúms saga aðalviðfangsefnið. Þetta er ein af okkar eldri Íslendingasögum, og lýsir ættardeilum í Eyjafirði á 10. öld. – Seinni hlutinn verður einkum helgaður Prestssögu Guðmundar Arasonar (varðveitt í Sturlungu) þar sem lýst er uppvexti Guðmundar góða og prestsárum fram til 1203 en það ár var hann kjörinn til biskups á Hólum. Báðar þessar sögur eru safaríkar og veita innsýn í mannlíf nyrðra, annars vegar fyrir kristnitöku og hins vegar eftir að kristni hefur fest rætur í landinu.
Verð kr. 16.000 fyrir félagsmenn / 17.000 fyrir aðra. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *