Hvernig á að lagfæra kjör aldraðra?

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem vann skýrslu fyrir FEB í lok síðasta árs, gerir HÉR grein fyrir tillögum sínum um kerfisbreytingar í málefnum aldraðra. Birt með leyfi höfundar. 
Nokkur atriði sem þeir þurfa að vita sem fjalla um málefni aldraðra

Um tekjur aldr­aðra: Elli­líf­eyrir er frá Trygg­inga­stofn­un. Líf­eyr­is­greiðslur eru frá líf­eyr­is­sjóð­um. Atvinnu­tekjur eru þriðji tekju­flokk­ur­inn og eigna­tekjur eða aðrar tekjur sá fjórði. Elli­líf­eyrir og líf­eyr­is­greiðslur sam­an­lagðar eru eft­ir­laun. Allar tekjur sam­an­lagðar eru síðan heild­ar­tekj­ur.
Hug­tök: Per­sónu­af­sláttur er skatta­af­sláttur á tekj­ur, ákveðin upp­hæð/mán. Frí­tekju­mark er óskert upp­hæð tekna, ann­arra en elli­líf­eyr­is. Þær eru þó skatt­lagð­ar. Skerð­ingar eru við­bót­ar­skattur sem leggst á tekjur yfir frí­tekju­marki og er dreg­inn af elli­líf­eyri og verður aldrei hærri en sem honum nem­ur. Skerð­inga­hlut­fall segir til um hvað skerð­ingar éta upp elli­líf­eyr­inn á löngu tekju­bili. Skattakúrfa er línu­legt yfir­lit yfir hlut­fall skatta af hækk­uðum tekj­um.
Skil­málar: Elli­líf­eyrir er nú 240 þús. kr./mán fyrir sam­búð­ar­fólk, sem yfir­gnæf­andi hluti aldr­aðra er, en 300 þús. kr. fyrir þá sem búa ein­ir. Per­sónu­af­sláttur er nú 53.895 kr. Almennt frí­tekju­mark er 25.000 kr., en auk þess er við­bót­ar­frí­tekju­mark ein­vörð­ungu fyrir atvinnu­tekjur að upp­hæð 100.000 kr. Skerð­ingar leggj­ast á tekjur umfram frí­tekju­mörk; almennt á yfir 265 þús. kr. fyrir sam­búð­ar­fólk og 325 þús. fyrir þann sem býr einn. Skerð­inga­hlut­fall er nú 45% sem þýðir að af hverjum 100 við­bót­ar­krónum sem aldr­aður hefur umfram frí­tekju­mörk drag­ast 45 frá elli­líf­eyri. Þetta þýðir að elli­líf­eyrir fellur niður við tekjur nálægt 558.000 kr. Síðan greið­ast skattar af þeim 55 kr. sem þá standa eftir af þessum 100. Ef skatt­þrepið er 36% er skatt­ur­inn 19.250 kr. og jað­ar­skatt­ur­inn (auk­inn skattur af auknum tekj­um) því ekki langt frá 64,25% á tekju­bil­inu 325-558 þús. fyrir sam­búð­ar­fólk. Skattakúrfa aldr­aðra rís hratt með hækk­uðum tekj­um, en er fallandi frá 558 þús. kr. Skatt­arnir eru því hæstir fyrir tekju­bilið 265-558 þús. kr., eins og hjá öðru lág­tekju­fólki, en það er tekju­bilið þar sem félags­mála­pakk­arnir fasast út.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *