Húllumhæ í Stangarhyl á fimmtudaginn 15. mars

Fimmtudaginn 15. mars nk. frá klukkan 16.15 – 18.15 verður sannkallað húllumhæ hér í Stangarhylnum, húsnæði FEB. Nemendur í áfanganum Viðburðar og verkefnastjórnun við Háskóla Íslands standa fyrir viðburðinum.  Ýmsir tónlistarmenn munu koma fram og syngja íslensk dægurlög í bland við nýja tóna ásamt því að danspar ársins 2017 kemur og sýnir dansatriði.  Kaffi og með‘því í hléi.
Við hvetjum alla til þess að koma og gera sér glaðan dag með okkur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *