GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki þegar félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er tækifæri nú til að ganga í félagið og efla þannig samtakamáttinn og nýta sér allt það sem í boði er hjá félaginu.
Úr tölvupósti sem fór til félagsmanna nú um helgina;
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eru ein allra stærstu frjálsu félagasamtök á Íslandi með rúmlega 11 þúsund félagsmenn. Félagar geta allir orðið sem eru 60 ára og eldri. Það er okkar allra að virkja og nýta þann samtakamátt sem felst í slíkum fjölda.
Við höfum nú fengið fyrsta smjörþefinn af því hvernig ráðamenn sýna í verki fyrirheitin sem margir stjórnmálamenn gáfu í síðustu kosningabráráttu. Þau fyrirheit og hvernig þau nú birtast eldri borgurum í verki geta verið ákveðið innlegg fyrir starfshóp sem forsætisráðherra skipaði í dag (5. jan.) um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu.
Flestir launahópar hafa fengið leiðréttingu á kjörum sínum eftir að efnahagsstöðuleiki komst á að nýju, en ellilífeyrisþegar hafa setið eftir með sín kjör. Afleiðingar þessa eru að lífeyrisþegar séu á góðri leið með að verða eða þegar orðinn lágtekjuhópur í samfélaginu og þetta ber að leiðrétta.
Nýtum samtakamátt okkar kæru félagsmenn jafnframt því að hvetja fólk 60 ára og eldra sem ekki er nú þegar félagsmenn, til að ganga í félagið og gerum þannig gott félag enn öflugra.
Smellið HÉR til að gerst félagsmaður

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *