Fjölmenn og skemmtileg Sviðaveisla – takk allir

Aldrei fjölmennari Sviðaveisla en í dag. Fullt hús góðs matar frá Múlakaffi. Skemmtileg skemmtiatriði takk fyrir; Kristján Björn Snorrason, Gleðisveitin PLÚS, Karl Karlsson, hjónin fyrir sönginn. Fyrirtæki sem lögðu okkur til happdrættisvinninga.

Þið félagsmenn FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fyrir komuna og skemmtunina. En síðast en ekki síst þeim sem komu að og þá ber fyrst að nefna ykkur kæru konur, Hallfríður, Margrét Á., Margrét H. og starfsmenn FEB sem setjið þetta upp, þannig að allt gangi vel og flott fyrir sig.
Við erum strax farin að huga að Sviðaveislu að ári liðnu, en næst er það Aðventuhátíðin 6. desember.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *