Ferðin norður – lagt af stað frá Stangarhylnum kl. 8.30

Góð veðurspá fyrir Norðurland.
Munið ferðina á söguslóðir Svarfdæla og fleiri sagna á mánudaginn 28. maí. Brottför frá Stangarhylnum kl. 8.30. Fullbókað og biðlisti. Dagskrá;
Mánudagur 28. maí
Farið frá Stangarhyl 4 kl. 8.30 (húsið opið frá kl 8.00)
Ekki sem leið liggur til Staðarskála þar sem gert verður stuttur stans. Áfram ekið að Laugarbakka þar sem bíður okkar súpa og salat. Áfram ekið um grænar sveitir Húnaþings og kaupfélagslitaðar sveitir Skagafjarðar og til Siglufjarðar. Skoðunarferð um bæinn, bæði akandi og svo á fæti. Áfram ekið og komið síðdegis til Dalvíkur. Gisting á Hótel Dalvík
Skíðabraut 18 Sími 466 3395 www.hoteldalvik.is
Kl. 17.30 verðum við með tónleika og samveru í Menningarhúsinu Bergi, þar sem félagar okkar munu leika og við munum eiga samveru með félögum eldri borgara á Dalvík. Allir eru velkomnir að koma fram með atriði.
Matur, þríréttað bíður okkar svo á hótelinu kl. 19.30.
Þriðjudagur 29. maí
Lagt af stað í ferð um Svarfaðardal og Skíðadal kl. 9.30
Leiðsögumaður okkar í sveitinni verður Sveinn Jónsson á Kálfskinni.
Síðan kveðjum við þessa sveit og höldum áfram inn Eyjafjörðinn undir leiðsögn Valdimars Gunnarssonar fyrrum menntaskólakennara. Einnig fræðir okkar maður Baldur Hafstað okkur um sögustaði þeirra sagna sem farið hefur verið yfir á föstudagsnámskeiðunum.
Þessi dagur endar á Skjaldarvík Gistiheimili Sími 552 5200, skjaldarvik@skjaldarvik.is, www. skjaldarvik.is
Kl. 19.30 Tvíréttaður kvöldverður
Miðvikudagur 30. maí
Kl. 9.00 brottför frá Skjaldarvík áleiðis til Reykjavíkur
Vonandi Skín við sólu Skagafjörður. Komum við í Skagafirði og förum ehv inn í Austurdal sem er næstum 50 km langur. Dalurinn nær frá ármótum Austari- og Vestari Jökulsáa, þar sem Héraðsvötn myndast. Austurdalur er þröngur og djúpur með hamrabeltum beggja vegna. Hittum kannski góðan félaga sem margir kannast við úr Austurvegi.
Áætluð koma til Reykjavíkur er um kl. 18.30.


 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *