FEB ferðir „klappaðar upp“!

Vegna mikillar eftirspurnar ætlum við að bæta við einni FEB ferð nú í september.

Um er að ræða dagsferð á Suðurnesin fimmtudaginn 17. sept., með hádegismat í Duushúsi í Keflavík. Lagt er að stað frá Stangarhyl kl. 9:00 og reiknað með að koma til baka um kl. 18:00. Í leiðsögninni verður fléttað saman sögu þeirra svæða sem um er farið, ásamt lýsingu á mannlífi og persónusögu í bland við jarðfræði svæðisins.
Æskilegt er að þátttakendur hafi með sér nestisbita til neyslu síðdegis.
Leiðsögumaður: Magnús Sædal Svavarsson
Verð: 14.000 (15.000 fyrir utanfélagsmenn)

Tekið á móti skráningu í síma 588 2111 eða á netfanginu feb@feb.is

Nánari lýsing á ferðinni:
Frá Stangarhyl verður ekið um Reykjanesbraut að kapellunni í Kapelluhrauni og hún skoðuð. Þaðan ekið um Hraunin að Kálfastrandarkirkju á Vatnleysuströnd. Kirkjan skoðuð. Ekið um Vatnleysuströnd í Voga og þorpið kynnt. Síðan ekið eftir Reykjanesbraut til Innri- Njarðvíkur og staldrað við kirkjuna þar sem sagan verður rifjuð upp. Frá Innri Njarðvík ekið um Fitjar til Ytri- Njarðvíkur og því þorpi gerð skil. Þá liggur leiðin til Keflavíkur. Gamli bærinn litinn augum og komið að Duushúsum þar sem snæddur er hádegisverður. Að loknum hádegisverði er haldið að Helguvík og uppbygging þar skoðuð. Þá liggur leiðin um Leiru út í Garð og að Garðskagaflös. Ferðinni er síðan haldið áfram um Miðnes að Sandgerði um Hvalsnes, Bátsenda, Þórshöfn í Ósabotna og Hafnir. En þetta svæði er þrungið sögu og náttúru. Frá Höfnum er ekið að Reykjanestá með viðkomu í landreksgjánni og eftir stopp við Valahnúk er komið að Gunnuhver. Þaðan er haldið með suðurströndinni um Staðarhverfi til Grindavíkur, en frá Grindavík liggur leiðin til Reykjavíkur.

Endilega stökktu á tækifærið, það hefur verið mikil gleði með allar ferðirnar okkar í sumar.