FEB ferðir í augsýn – (en einhverjar falla niður)

Nú setjum við stefnuna á ferðirnar okkar um Suðurströnd og austur í Öræfi dagana 28. – 29. ágúst og um Suðurland á Njáluslóðir þann 3. september. Mikil aðsókn er í þessar ferðir en þó eru enn nokkur sæti laus. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband með því að senda okkur línu á feb@feb.is eða hringið í síma 588 2111

Suðurströnd og austur í Öræfi, tveggja daga ferð
Ferðatími: 28. – 29. ágúst
Leiðsögumaður: Kári Jónasson
Verð: 39.000 kr. (4.000 kr. aukalega fyrir einbýli og ef viðkomandi er utanfélagsmaður)

Suðurland, Njáluslóðir, dagsferð
Ferðatími: 3. september
Leiðsögumaður: Guðni Ágústsson
Verð: 16.500 kr. (17.500 fyrir utanfélagsmenn)

Í þessum ferðum munum við fara að sóttvarnarreglum í hvívetna, grímuskylda i rútu og spritt verður til staðar. Þá verða allir að muna 2ja metra fjarlægð á áningastöðum og hafa rétta fjarlægð milli borða á matsölustöðum o.s.frv. Loks er áréttað að fólk ferðast á eigin ábyrgð undir þessum merkjum, og allir verða að virða gildandi reglur.

Ferðirnar um Fjallabaksleið nyrðri, Landmannalaugar og Vík og um Sprengisand í Fjörður, Flateyjardal og Tröllaskaga sem fyrirhugaðar voru nú í ágúst, falla hins vegar því miður niður vegna COVID ástandsins.