FEB fær vilyrði fyrir lóð fyrir allt að 50 íbúðum við Háteigsveg

Samþykkt var í Borgarráði Reykjavíkurborg í dag, fimmtudag 26. apríl að veita FEB vilyrði fyrir lóð fyrir byggingu á allt að 50 íbúðum við Háteigsveg.
Félagið þakkar góð og snör viðbrögð borgarráðsmanna og starfsmanna skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg við ósk félagsins og afgreiðslu umsóknar.Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti Félagi eldri borgara vilyrði fyrir byggingarrétti fyrir allt að 50 íbúðir á Háteigsvegi 35-39, Stýrimannaskólareit. Sjá ca staðsetningu HÉR.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *