FEB býður nýjan meirihluta velkominn til starfa hér í Reykjavík og annars staðar á félagssvæði FEB

Sem fyrr vonast félagið til að eiga gott samstarf við komandi borgarfulltrúa svo og aðra fulltrúa sveitastjórna í hvaða flokki sem þeir eru.
Minnum jafnframt á loforð og að orð eru ekki sama og athafnir. FEB er sem fyrr tilbúið til samstarfs og að láta til sín taka og býður sem fyrr, fram þjónustu sína m.a. í tengslum við neðangreind verkefni sem fram koma í Meirihlutasáttmála aðila fyrir kjörtímablið 2018-2022;

„…. Markvissar aðgerðir í húsnæðismálum og hraðari uppbygging íbúðarhúsnæðis er eitt stærsta verkefni kjörtímabilsins. Við ætlum að halda áfram samvinnu við húsnæðissamvinnufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og fjölga stúdentaíbúðum, íbúðum eldra fólks og leiguíbúðum verkalýðsfélaga og skoða fjölbreyttar leiðir til uppbyggingar öruggs húsnæðismarkaðar og fjölbreytts
Við ætlum að fara í heildarendurskoðun á þjónustu velferðarsviðs og á þjónustumiðstöðvum með þarfir notenda að leiðarljósi.
Við ætlum að fjölga hjúkrunarrýmum með samningum við ríkið, móta heildstæða stefnu um félagsstarf og félagsmiðstöðvar velferðarsviðs, stórauka notkun á velferðartækni við veitingu velferðarþjónustu.
Meginreglan verður sú að borgin sinni velferðarþjónustu við íbúa en haldi einnig áfram samvinnu við félög og hagsmunasamtök….“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *